Staðarreglur Golfklúbbs Álftaness
1. Vallarmörk:
Vallarmörk eru vegir, girðingar og hvítar stikur (regla 2-1).
Hvítar stikur meðfram 1.og 2. brautar afmarka vallarmörk. Vegur að golfskála eru einnig vallarmörk
2. brautar. Þetta á einnig við um vegslóða fyrir aftan 7. braut. Hvítar stikur meðfram 3. braut afmarka vallarmörk og eru endamörk 3. brautar er göngustígur aftan við flöt. Vegur að Haukshúsum og bílastæði við Haukshús eru vallarmörk 5. og 8. brautar til norðurs og 6. brautar til suðurs, en mörkin
sjálf er möl í vegkanti og á bílastæði. Hvítar stikur milli 4. og 8. brauta og umhverfis 4. flöt gilda aðeins fyrir 8. braut. Vegslóði fyrir aftan 7. braut er merktur með rauðum stikum með hvítum topp, ef bolti leikmanns lendir þar má leikmaður lata boltann falla gegn einu vítis höggi þar sem hann skar
vítasvæði (þó ekki nær holu). Liggi bolti á grasi í vegköntum sem eru vallarmörk telst hún í leik. Vegurinn að golfskála gildir ekki sem vallarmörk fyrir 4. braut. Liggi bolti á vegi að golfskála þegar 4. braut er leikin fæst vítislaus lausn af veginum (regla 16.1a)
2. Vatnstorfærur:
Gular stikur afmarka vatnstorfæru við 7. og 8. braut. Rauðar stikur afmarka hliðarvatnstorfæru við 2. Braut. Um lausn úr vatnstorfæru gildir regla 17.
3. Færslur:
Færslur eru leyfðar um kylfu lengd á öllum brautum, þó aldrei nær holu, að því tilskyldu að boltinn sé á snöggslegnu svæði þeirrar brautar sem spiluð er. Aðrar færslur eru ekki leyfðar, nema mótstjórn meti svo.
4. Fallreitir:
Ef bolti lendir í gulmerktri vatnstorfæru eftir upphafshögg af teig á 7. eða 8. braut má taka lausn samkvæmt reglu 17.1 eða láta boltann falla á merktum fallreitum gegn einu vítahöggi. Fallreitur fyrir 7. braut er við gönguleið að 7. flöt við Haukshús. Fallreitur fyrir 8. braut er við enda göngustígs frá 8.
teig. Sé vafi á hvort bolti er í eða týndur í vatnstorfæru við 7. eða 8. braut, má leikmaðurinn leika varabolta samkvæmt hvaða viðeigandi valkosti í reglu 17.1 sem er eða af fallreit. Finnist upphaflegi boltinn utan vatnstorfærunnar verður leikmaðurinn að halda áfram leik með honum. Finnist upphaflegi boltinn í vatnstorfærunni má leikmaðurinn annað hvort leika honum þar sem hann liggur, eða halda áfram leik með boltanum sem leikið var sem varabolta, samkvæmt reglu 17.1. Um varabolta gildir regla 18.3 að öðru leiti.
5. Óeðlilegar vallaraðstæður – Óhreifanlegar hindranir:
A: Fjarlægðarstikur, bekkir, brautarmerkingar og ruslafötur.
B: Hvítar stikur á leið á 4. braut.
Lausn frá óhreyfanlegri hindrun er vítislaus (regla 16.1).
Öll mannvirki, önnur en þau sem hér hafa verið nefnd, eru hluti vallarins. Leika skal boltanum þar sem hann liggur eða taka lausn gegn víti.
6. Grund í aðgerð:
Grund í aðgerð: Uppstilling leyfð í grund í aðgerð (innan kylfulengdar) eða frídropp utan grundar, þó ekki nær holu samkvæmt reglu 16.1
7. Almennt:
Víti við broti á staðarreglum eru tvö högg í höggleik eða holutap í holukeppni. Að öðru leyti skal leika eftir reglum „Rules of golf as approved by R&A Rules Limited and The United States Golf Association”. Sérhver leikmaður skal laga öll kylfuför og öll boltaför jafnt á flötum, teigum sem brautum.
Leikmenn eru minntir á eigin ábyrgð ef slegið er í hús, bíl eða önnur mannvirki
Vallarnefnd GÁ
Staðarreglur þessar gilda frá 1.6.2023